Fiskur með tómatkókossósu og hrísgrjónum
2 flök ýsa (eða annar hvítur fiskur)
Marinering:
2-3 dl matarolía
2-3 msk soya sósa (mæli með Kikkoman)
salt og pipar
lime-börkur (smávegis rifið rifjárni, ca. 1 msk)
skvetta af lime-safa (ca. 1/2 dl)
50 g smjör til steikingar
Sósa:
1 dós hakkaðir tómatar (ég notaði með papriku og basiliku, úr Nettó)
1 lítil dós kókosmjólk (eða hálf stór dós)
1 askja hvítlauksrjómaostur með graslauk (fæst frá Ostahúsinu og Bónus)
½ paprika
4-5 kartöflur
svartur pipar
2-3 tsk tandoori krydd (fæst t.d. frá Pottagöldrum)
salt
2-3 tsk lárviðarlaufsduft og 2-3 tsk salvíuduft (eða bara eitthvað svona ítalskt grænt krydd)
Aðferð:
Ofninn hitaður í 200°C. Kartöflur afhýddar og sneiddar í fremur þunnar sneiðar, ég notaði rifjárn. Þær eru svo skolaðar úr köldu vatni og þeim raðað í eldfast mót. Papriku og blaðlauk stráð ofan á. Tómatarnir, kókosmjólkin og rjómaosturinn hitað á pönnu eða í potti og kryddað. Síðan er því hellt í eldfasta mótið og álpappír settur yfir. Sett í ofninn og hitað í 30-45 mínútur, eða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn.
Fiskurinn er skorinn í bita og settur í skál og marineringunni hellt yfir og hrært vel. Látið standa í smá tíma, ca. 5-10 mínútur. Hann er svo steiktur upp úr smjöri við fremur lágan hita þar til hann er eldaður í gegn.
Þetta er svo borið fram með hrísgrjónum, ég valdi blöndu af villihrísgrjónum og hýðishrísgrjónum (villihrísgrjónin eru svört) Í vatnið bætti ég við grænmetiskrafti í stað salts. Munið að athuga suðutíma á grjónunum áður en hafist er handa, því hann getur verið frá 10 mínútum upp í 45 mínútur.
Eftirréttur úr grískri jógúrt
1 dós grísk jógúrt
1-2 dl bláber
vínber
2-3 msk hunang
1 msk heslihnetusýróp (má sleppa, en gefur mjög skemmtilegt bragð)
Botn:
3-4 dl múslí (ég notaði Chrunchy frá Euroshopper, einnig má nota kex)
súkkulaðispænir (þarf ekki ef notað er súkkulaðikex)
1 dl pönnukökusýróp
smávegis vatn
Aðferð:
Múslí, súkkulaðispænir, pönnukökkusýróp og smá slettu af vatni (svo að botninn verði aðeins blautari og fastari í sér) hrært saman og sett í botn á eldföstu móti. Bláber stöppuð/kramin eða sett í matvinnsluvél og jógúrtinni blandað saman við. Heslihnetusýróp og hunangi svo hrært saman við. Þessari blöndu er svo hellt ofan á botninn. Vínber skorin í bita og sett ofan á. Þetta er svo kælt og jafnvel fryst í smátíma áður en það er borið fram.
Njótið vel!